Árið 2017 var viðburðaríkt og lærdómsríkt í fjölbreyttum rekstri OR og dótturfyrirtækjanna. Hér er stiklað á helstu viðburðum.
Árið 2017 var viðburðaríkt og lærdómsríkt í fjölbreyttum rekstri OR og dótturfyrirtækjanna. Hér er stiklað á helstu viðburðum.
Veitur lækka verð á rafmagnsdreifingu um 5,8% og vatnsgjald um 11,2% hjá flestum viðskiptavinum. Ástæðan er hagkvæmari rekstur en meðan á Planinu stóð var fyrirtækið skuldbundið til að halda gjaldskrám í takti við almenna verðlagsþróun.
Á Akranesi er fomrlega tekin í notkun ný aðveitustöð rafmagns í eigu Veitna og Landsnets. Með þessu er afhendingaröryggi rafmagns í bænum aukið en áður höfðu Veitur uppfært dreifikerfið í bænum í 11 kílóvolt.
ON fær viðurkenningu Íslensku ánægjuvogarinnar sem raforkusalinn með ánægðustu viðskiptavinina.
Reykjavíkurborg kaupir tvo af sex vatnsgeymum hitaveitu Veitna á Öskjuhlíð fyrir náttúrulífssýningu og gefur fyrirheit fyrir byggingu tveggja nýrra og stærri geyma neðar í hlíðinni.
ON kynnir smáforritið ON Hleðslu sem sýnir rafbílaeigendum hvar hlöður fyrirtækisins eru og í rauntíma hvort þær eru til reiðu.
Planið gekk upp segir OR um leið og ársreikningur ársins 2016 liggur fyrir. Árangur aðgerðaáætlunarinnar varð tæpum níu milljörðum króna umfram markmið.
Starfsfólk Veitna afhendir UNICEF afrakstur fjársöfnunar meðal starfsfólks fyrir vatnsveitu í stríðshrjáðri Aleppo í Sýrlandi.
Loftslagsmál eru í brennidepli á opnum ársfundi OR.
Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar, fær Umhverfisverðlaun Ölfuss 2017 fyrir brautryðjendaverkefni við uppgræðslu á Hellisheiði.
Þjónustuvefur Ljósleiðarans er valinn besti innri vefur ársins af Samtökum vefiðnaðarins.
Áhrif kvenna eru langmest innan samstæðu OR meðal fyrirtækja í orkugeiranum samkvæmt úttekt sem Félag kvenna í orkumálum gengst fyrir.
ON opnar þrjár nýjar hlöður fyrir rafbíla á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur og umhverfisráðherra lýsir þessa fjölförnu þjóðleið opna rafbílum.
Mistök eru gerð þegar hleypt er úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar og mikill aur berst í farveg árinnar. Brugðist er við með hreinsun og fleiri aðgerðum í samráði við heimamenn og vísindafólk auk endurskoðunar verklags.
ON semur við Jarðboranir um gufuborun á Hengilssvæðinu. Öll borun verður knúin með rafmagni sem minnkar kolefnisspor verkefnanna umtalsvert.
Veitur koma nýjum öflugri spennum fyrir í aðveitustöðinni við Barónsstíg. Afl stöðvarinnar er með þessum næstum tvöfaldað en þétting byggðar í miðborginni kallar á aukin afköst rafdreifikerfisins.
ON tilkynnir að frá 1. janúar 2017 fylgi upprunavottorð allri raforkusölu fyrirtækisins á almennum markaði.
Landgræðsluhópur ON græðir upp krot í mosa í Svínahlíð í Grafningi með aðferð sem vekur mikla athygli og síðar kennd á námskeiðum fyrir fagfólk og almenning.
Veitur tilkynna á blaðamannafundi um breytt verklag við viðhald fráveitumannvirkja og upplýsingagjöf í tengslum það. Tilefnið er óánægja með frammistöðu í þessum efnum þegar viðhald dælustöðvar við Faxaskjól dróst á langinn með tilheyrandi fjörumengun.
Á blaðamannafundi greinir forstjóri OR frá alvarlegum rakaskemmdum á hluta húseignanna við Bæjarháls og kynnir hugsanlegar leiðir til úrbóta.
OR, HÍ og fjöldi samstarfsaðila víða um heim fá samtals um 1,5 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til loftslagsverkefnanna við hellisheiðarvirkjun.
Föstudaginn 15. september opnaði Orka náttúrunnar hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla við þjónustustöð N1 á Hvolsvelli.
OR samstæðan er annað tveggja fyrirtækja sem hlýtur samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir markvissar aðgerðir til að stuðla að umhverfisvænni samgöngum.
ON opnar hlöður fyrir rafbíla í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri.
Nýtt skref er stigið í kolefnisbindingu við Hellisheiðarvirkjun með samstarfi við Climeworks, sem fangar koltvíoxíð úr andrúmslofti og nýtir búnað Hellisheiðarvirikjunar til að binda það í jörðu. Margir útbreiddustu fjölmiðlar heims fjalla um framtakið.
Gagnaveita Reykjavíkur hlýtur tvenn verðlaun á stærstu háhraðaráðstefnu heims, Broadband World Forum; bestu nýmælin í þjónustu og Erling Freyr framkvæmdastjóri er valinn háhraðamaður ársins.
Verð á rafmagnsdreifingu Veitna lækkar um 7,5%. Þetta er önnur lækkunin á árinu.
OR heldur fjölsótt málþing til heiðurs Jóhannesi Zoëga fyrrverandi hitaveitustjóra sem hefði orðið 100 ára á árinu.
Stórt skref er stigið í jafnréttismálum þegar daglegur vinnutími í viðhaldsþjónustu Veitna og götuljósaflokkum ON var styttur með það fyrir augum að gera starfsfólkinu, sem flest er karlar, kleift að taka þátt í heimilisstörfum í morgunsárið.
Eigendur Foss fasteignafélags taka tilboði OR í öll hlutabréf félagsins og þar með fær OR aftur full umráð yfir húseignunum við Bæjarháls 1.
Veitur taka í notkun nýja hreinsistöð fráveitu á Kjalarnesi að viðstöddum borgarstjóra og fjölda gesta. Með þessu lýkur því risavaxanda verkefni sem hófst árið 1995 að hreinsa strendur borgarinnar.
ON segir frá því að hlöðurnar fyrir rafbíla verði orðnar hátt í 50 fyrir árslok 2018 og að sala á hraðhleðslum hefjist 1. febrúar 2018.